Vel menntaðar konur líklegri til að gefa erfðagjöf
Um helmingur þeirra sem svöruðu könnun Maskínu um erfðagjafir eru meðvitaðir um þann möguleika, að ánafna hluta af arfi til góðgerðarfélaga eða góðra málefna. Könnunin var framkvæmd fyrir verkefnið Gefðu framtíðinni forskot, sem er samstarfsverkefni Almannaheilla, ADHD samtakanna, Amnesty International, Barnaheilla, Blindrafélagsins, Hjálparstarfs kirkjunnar, Krabbameinsfélagsins, Rauða krossins, SOS barnaþorpa, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi um að auka vitund almennings á þeim möguleika að ánafna hluta af erfðafé til góðgerðarstarfs.
Í könnunni kemur fram að Íslendingar eru almennt jákvæðir gagnvart því að einstaklingar ánafni hluta af arfi sem erfðagjöf til góðgerðarstarfs. Þannig eru 16,9% mjög jákvæð og 32,1% jákvæð, en aðeins 6,6% fremur neikvæð og 4% mjög neikvæð. Í könnuninni kemur jafnframt í ljós að konur eru heldur jákvæðari gagnvart erfðagjöfum en karlar og einnig að nokkur fylgni er með jákvæðni í garð erfðagjafa og menntun.
Víða í Evrópu er algengt að fólk ánafni hluta af arfi til góðra málefna, til að mynda í Danmörku og í Bretlandi. Á Íslandi hafa erfðagjafir ekki náð að ryðja sér til rúms að sama marki en á því eru þó dýrmætar undantekningar. Erfðagjafir hafa þannig styrkt krabbameinsrannsóknir, stutt við fátæk börn og fjölskyldur í neyð eða veitt flóttamönnum lífsbjargandi hjálp, svo fáein dæmi séu nefnd. Þótt aðeins hluti einstaklinga ánafni hluta af arfi til góðgerðarmála skiptir hver slík gjöf miklu málu og er þar að auki undanskilin erfðafjárskatti.
Sem áður segir var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu í lok sumars en alls svöruðu henni 832 einstaklingar.
www.erfdagjafir.is er fræðsluvefur fyrir almenning um erfðagjafir. Þar er fjallað um hvernig sé æskilegt að standa að erfðagjöfum og leitast við að svara algengum spurningum fyrir þá sem vilja kynna sér málið.
Fyrir nánari upplýsingar má leita til:
Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir
- Fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins
- kolbrun@krabb.is 663 9995
Ingibjörg Magnúsdóttir
- Fjáröflunarstjóri UNICEF
- ingibjorg@unicef.is 618 4420
Ísabella Ósk Másdóttir
- Sérfræðingur á kynningarsviði Rauða krossins
- isabella@redcross.is 570 4000
Gréta Ingþórsdóttir
- Framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
- greta@skb.is 772 6662
Ragnar Schram
- Framkvæmdastjóri SOS barnaþorpa
- ragnar@sos.is 564 2910
Kristinn Halldór Einarsson
- Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins
- khe@blind.is 525 0003
Bjarni Gíslason
- Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar
- bjarni@help.is 528 4402
Erna Reynisdóttir
- Framkvæmdastjóri Barnaheilla
- erna@barnaheill.is 820 7255
Rúna Friðriksdóttir
- Verkefnastjóri í fjáröflun
- runa@amnesty.is 511 7900
Hrannar Björn Arnarsson
- Framkvæmdastjóri ADHD samtakanna
- hrannar@adhd.is 860 6890
Jónas Guðmundsson
- Formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans
- formadur@almannaheill.is