Um verkefnið

Erfðagjöf er vinsæll valkostur víða um heim þegar kemur að ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Þær felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þessi valkostur er ekki öllum ljós hér á landi og því viljum við breyta. Af og til koma fyrirspurnir til góðgerðafélaga um erfðagjafir og þetta átak er leið til að bregðast við því.

Kynslóðin sem er að komast á eftirlaunaaldur hefur kynnst byltingarkenndum samfélagsbreytingum á sinni ævi og afkoma flestra er mun betri en foreldra þeirra. Stór hluti þessa hóps styrkir góð málefni allt árið um kring og hefur áhuga á að halda áfram að hafa áhrif eftir sinn dag. Erfðagjafir skipta sköpum fyrir góðgerðafélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Með því að gefa erfðagjöf gefurðu framtíðinni forskot.

Gefðu framtíðinni forskot er samstarfsverkefni ADHD-samtakanna, Almannaheilla, Amnesty International, Barnaheilla, Blindrafélagsins, Hjálparstarfs kirkjunnar, Krabbameinsfélagsins, Rauða krossins, SOS barnaþorpa, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi.

Þakkir

Aðstandendur verkefnisins þakka stuðningsaðilum fyrir framlag sitt.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur leggur til myndefni vefsíðunnar. Eru safninu færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Ljósmyndirnar eru birtar hér á vefnum og á samfélagsmiðlum.

Nöfn ljósmyndaranna eru:

  • Helga Fietz (börn að leik í rennibraut)
  • Sigurður Demetz Franzson (börn á snjóskafli)
  • Sigurður Úlfarsson (kaffitími í steinabeði)
  • Will Perry (tveir drengir á hlaupum við húshorn)

Meðlimir hljómsveitarinnar Pops og Ólafur Flosason fyrir að veita leyfi til notkunar á „Ó ljúfa líf“ í flutning Flosa Ólafssonar og Pops á endurgjalds.

Þórunn Erna Clausen fyrir lestur á kynningarefni án endurgjalds.

…og allir þeir sem gáfu góðfúslegt leyfi fyrir notkun myndefnis í myndband verkefnisins.