Þann 1. júlí 1993 gekk rúmlega fimmtug kona, Anna Kristín Ragnarsdóttir, inn á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus en hafði styrkt munaðarlausan dreng í Asíu í gegnum SOS Barnaþorpin. Þar sem hún átti enga skylduerfingja gerði hún erfðaskrá og ráðstafaði eigum sínum þannig sjálf.

Umræddan dag í júlí 1993 mætti hún sem sagt til sýslumannsins með erfðaskrá þar sem skýrt var kveðið á um að eignir hennar, fastar og lausar (að undanskyldu innbúi og persónulegum munum) skyldu renna til SOS Barnaþorpanna og nýtast í þágu barna. Erfðaskráin var skráð hjá sýslumanni og var í hans vörslu þar til Anna lést árið 2010. Í kjölfarið fengu SOS Barnaþorpin litla íbúð hennar á Spáni og lausafé, samtals um 15 milljónir króna.

:: Lesa meira